Umsagnir

„Vandræðasögur eru hugljúfar, raunsannar og skemmtilegar sögur um klípur sem geta komið upp í samskiptum milli barna á leikskólaaldri.
Í tengslum við sögurnar eru gagnlegar spurningar sem tilvalið er að leggja fyrir börnin, til að æfa þau í að setja sig í spor annarra, ræða tilfinningar og finna mögulegar lausnir á hversdagslegum álitamálum.
Vandræðasögur eiga eflaust eftir að nýtast vel á leikskólum og heimilum barna á leikskólaaldri, til að ýta undir félagsfærni, tilfinningahæfni og jákvæð samskipti barnanna.“

Dr. Anna-Lind Pétursdóttir,
Prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands


„Mikið er þetta falleg bók hjá ykkur. Hjá Kópavogsbæ er verið að vinna verkefni sem heitir Vináttuverkefni Barnaheilla (á dönsku Fri fra Mobberi) og ég sæi þetta fyrir mér sem frábæra viðbót við það.
Þetta eru svo flottar klípusögur sem maður sér gerast oft á dag þegar árekstrar koma upp á milli barnanna. Sögurnar ykkar eru líka frábærar til þess að þjálfa athygli, tilfinningagreind, samkennd og að læra að setja sig í spor annarra.“

Irpa Sjöfn Gestsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri á Marbakka, Kópavogi


Ég er mjög ánægð með sögurnar. Ég hef unnið í leikskóla í 21 ár og man ekki eftir sambærilegum sögum (Listaverkið og Núðlusúpan). Aðstæður eins og í þessum sögum hafa oft átt sér stað þannig þau (börnin) áttu gott með setja sig í spor dýranna.“

Björg Jónatansdóttir
Deildarstjóri á Hvammi, Hafnafirði


„Ég valdi mesta ærslahópinn til að lesa sögurnar fyrir og sögurnar grípa þau algjörlega! Börnin hafa oft sagt „viltu lesa aðra sögu“ svo ég hef stundum lesið tvær sögur í röð. Að lestri loknum biðja börnin oft um aðra sögu og taka vel undir.“

Gerður Magnúsdóttir
Leikskólastjóri á Sólhvörfum, Kópavogi