Sögurnar fimm um Míu, Mola og Maríus eru hugljúfar, raunsannar og skemmtilegar sögur sem vekja unga áheyrendur til umhugsunar um samskipti og vináttu, hvetja til samræðna og kitla hláturtaugarnar.


Þann 5. maí 2019 hlaut barnabókin Mía, Moli og Maríus – Vandræðasögur styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf. Styrknum verður varið til þess að gefa öllum leikskólum landsins eintak af bókinni.
https://sumargjof.is/styrkir/